Þegar forseti Bandaríkjanna er í embætti heldur hann til í Hvíta húsinu í Washington í höfuðborginni.
Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman heimili nokkurra manna sem hafa verið í embætti forseta Bandaríkjanna.
Barack Obama sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009-2017 býr í dag enn í Washington en hann og eiginkona hans Michelle Obama leigðu sér villu í úthverfi borgarinnar. Margir töldu að þau myndi flytja aftur til baka til Chicago en hjónin vildu halda áfram að búa í höfuðborginni til að leyfa yngstu dótturinni að klára skólann.
Húsið er 760 fermetrar að stærð og eru þar níu svefnherbergi og átta baðherbergi. Andvirði hússins er 6,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar 840 milljónir króna.
George W. Bush var forseti frá 2001-2009 býr á búgarði sínum í Texas en í embætti bauð hann mörgum af valdamestu leiðtogum heims í heimsókn þangað.
Húsið er 370 fermetrar að stærð og eru þar fjögur svefnherbergi. Bush býr þar ásamt eiginkonu sinni Laura Bush.
Bill Clinton var forseti frá 1993-2001 en hann er eiginmaður Hillary Clinton.
Þau hjónin fjárfesti í 470 fermetra húsi í New York fylki fyrir allmörgum árum en það er metið er á 1,7 milljónir dollara eða 230 milljónir íslenskra króna. Talið er að húsið myndi seljast á mun hærri fjárhæð í dag.
Hjónin hafa lítið leyft fjölmiðlum að komast að húsinu með myndavélar en það náðist að taka myndefni innan úr eigninni þegar Clinton var til umfjöllunar í þætti Oprah Winfrey.
Hjónin fjárfestu einnig í húsi í höfuðborginni árið 2000 en hér að neðan má sjá umfjöllun um húsin hjá þessum fyrrverandi forsetum.