Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 23:30 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11