Miley Cyrus og Dua Lipa sakaðar um að herma eftir tónlistarmyndbandi íslenskrar tónlistarkonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 17:51 Til vinstri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Miley Cyrus og Dua Lipa sem gefið var út í gær. Til hægri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Dream Wife sem kom út í maí. Vísir Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar. Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar.
Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00
Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40