Maður sem slasaðist alvarlega í hjólaslysi fær bætur frá Verði eftir fimm ára bið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:42 Maðurinn slasaðist alvarlega eftir hjólreiðaslys og var metinn með 45 prósent varanlega örorku. Hann fékk í dag staðfest að hann ætti að fá fullar bætur frá Verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu. Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu.
Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira