Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 17:39 Bretland mun segja skilið við innri markað Evrópu um áramótin en með nýjum bráðabirgðafríverslunarsamningi milli Bretlands, Íslands og Noregs munu viðskipti milli ríkjanna halda smurt áfram þar til fríverslunarsamningur er í höfn. EPA-EFE/ANDY RAIN Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður. Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður.
Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00