Fjölmiðlamaður fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 17:18 Axel Axelsson fékk tveggja ára fangelsisdóm. Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn vegna alvarleika brotanna. vísir Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Bæði var hann sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tugi milljóna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélaga og sömuleiðis fyrir fjárdrátt sem löggiltur fasteignasali. Axel var ákærður af héraðssaksóknara og hlaut átján mánaða fangelsisdóm í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn um sex mánuði. Í dómi Landsréttar segir að Axel hafi dregið sér tæplega 37 milljónir króna af fjármunum félaganna Kaupsamningsstofan annars vegar og H014 hins vegar. Peningana lagði hann inn á persónulega bankareikninga sína. Þá var Axel sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni dregið sér rúmlega 36 milljónir króna sem hann veitti viðtöku frá kaupanda fasteignar. Peningarnir áttu að fara í greiðslu á veðskuld seljanda fasteignarinnar en Axel ráðstafaði henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var Axel sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs Kaupsamningsstofunnar á tilgreindum rekstrarárum. Við ákvörðun refsingar var einkum litið til þess að Axel hafði framið hluta fjárdráttarbrotanna í starfi sem löggiltur fasteignasali. Þá var horft til þess að fjárdrátturinn nam umtalsverðum fjárhæðum. Að því virtu og að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing Axels ákveðin fangelsi í tvö ár. Jafnframt var A gert að greiða seljanda fyrrnefndar fasteigna skaðabætur. Dómsmál Akureyri Fjölmiðlar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Bæði var hann sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tugi milljóna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélaga og sömuleiðis fyrir fjárdrátt sem löggiltur fasteignasali. Axel var ákærður af héraðssaksóknara og hlaut átján mánaða fangelsisdóm í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn um sex mánuði. Í dómi Landsréttar segir að Axel hafi dregið sér tæplega 37 milljónir króna af fjármunum félaganna Kaupsamningsstofan annars vegar og H014 hins vegar. Peningana lagði hann inn á persónulega bankareikninga sína. Þá var Axel sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni dregið sér rúmlega 36 milljónir króna sem hann veitti viðtöku frá kaupanda fasteignar. Peningarnir áttu að fara í greiðslu á veðskuld seljanda fasteignarinnar en Axel ráðstafaði henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var Axel sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs Kaupsamningsstofunnar á tilgreindum rekstrarárum. Við ákvörðun refsingar var einkum litið til þess að Axel hafði framið hluta fjárdráttarbrotanna í starfi sem löggiltur fasteignasali. Þá var horft til þess að fjárdrátturinn nam umtalsverðum fjárhæðum. Að því virtu og að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing Axels ákveðin fangelsi í tvö ár. Jafnframt var A gert að greiða seljanda fyrrnefndar fasteigna skaðabætur.
Dómsmál Akureyri Fjölmiðlar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira