Ertu ekki örugglega búinn að endurfjármagna húsnæðislánið þitt? Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. nóvember 2020 11:30 Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun