Ætla að loka Arecibo vegna hættu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 20:55 Arecibo-útvarpssjónaukinn er talinn í hættu á að hrynja. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar. Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar.
Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira