Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 16:33 Svifriksmælar á Grensásvegi Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður. Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður.
Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira