Skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 18:10 Pétur Pétursson var eðlilega frekar súr að leik loknum en mjög stoltur af leikmönnum sínum. Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45
Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43
Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03