Samþykktu að staðfesta úrslit á sama tíma og Trump hrósaði sigri Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 10:13 Fulltrúi Repúblikanaflokksins fylgist með talningu atkvæða í Detroit í Michigan. Biden fékk um tvöfalt fleiri atkvæði en Trump í Wayne-sýslu. AP/David Goldman Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. Með samkomulaginu dregur enn úr möguleikum Trump á að tefja fyrir að Joe Biden verði staðfestur sigurvegari kosninganna. Frestur fyrir atkvæðatalningarnefnd til að staðfesta úrslit kosninganna í Wayne-sýslu í Michigan, sem stórborgin Detroit tilheyrir, rann út í gær. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk flest atkvæði í Michigan og munar hátt í 150.000 atkvæðum á honum og Trump þar. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa haldið því fram að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Fyrst þegar fjögurra manna nefndin í Wayne-sýslu greiddi atkvæði greiddu tveir fulltrúar Repúblikanaflokksins gegn því að staðfesta úrslitin. Monica Palmer, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, vísaði til þess að hún hefði ekki trú á því að talningin þar hefði verið nákvæm, að sögn Washington Post. Trump og bandamenn hans fögnuðu þráteflinu á samfélagsmiðlum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins og talskona framboðs Trump, sagði að nefndin hefði neitað því að staðfesta úrslitin. Trump sjálfur tísti síðan ranglega um að allt Michigan-ríki hefði neitað að staðfesta úrslitin. „Að hafa hugrekki er fallegur hlutur. Bandaríkin eru stolt!“ tísti forsetinn. Wow! Michigan just refused to certify the election results! Having courage is a beautiful thing. The USA stands proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020 Jenna Ellis, lögfræðilegur ráðgjafi framboðs forsetans, lýsti stöðunni í Wayne-sýslu sem meiriháttar sigri fyrir Trump. Kæmist kjörstjórn ríkisins heldur ekki að niðurstöðu áður en kjörmannaráðið sem kýs næsta forseta kemur saman í desember gætu repúblikanar á ríkisþingi Michigan valið kjörmenn ríkisins. Náðu málamiðlun um að staðfesta úrslitin Adam var þó ekki lengi í paradís því skömmu síðar náðu fulltrúar demókrata og repúblikana í talningarnefndinni saman um að staðfesta úrslit kosninganna. Að kröfu repúblikana samþykkti nefndin að óska eftir því að innanríkisráðherra Michigan léti fara fram ítarlega úttekt á talningu atkvæða í ríkinu. Jocelyn Benson, innanríkisráðherrann, fagnaði samkomulaginu í gær og fullyrti að engar vísbendingar væru um víðtækt svindl í kosningunum í Michigan. Aðeins hafi einangruð og minniháttar mistök verið gerð í talningunni. Framboð Trump rekur nú enn mál vegna kosningaúrslitanna í nokkrum ríkum, þar á meðal Pennsylvaníu og Nevada, og krefst þess að úrslit kosninganna verði ekki staðfest þar. Nær útilokað er talið að þau mál hafi nokkur áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Trump forseti hefur engu að síður neitað að viðurkenna ósigur og að veita Biden aðgang að ríkisstofnunum og leyniþjónustuupplýsingum sem verðandi forsetar hafa fengið. Pattstaðan sem kom fyrst upp í nefndinni sem staðfestir kosningaúrslitin vakti mikla reiði demókrata og kosningasérfræðinga, að sögn AP-fréttastofunnar. Slík staðfesting er alla jafna aðeins formsatriði eftir kosningar. Repúblikanar voru sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir úrslit lýðræðislegra kosninga og að reyna að svipta fjölda íbúa ríkisins atkvæðarétti sínum. „Við reiðum okkur á lýðræðislegar hefðir, þar á meðal að sá sem tapar sætti sig við ósigur á virðulegan hátt. Því virðist vera að hnigna,“ segir Joshua Douglas, lagaprófessor við Kentucky-háskóla við AP. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. Með samkomulaginu dregur enn úr möguleikum Trump á að tefja fyrir að Joe Biden verði staðfestur sigurvegari kosninganna. Frestur fyrir atkvæðatalningarnefnd til að staðfesta úrslit kosninganna í Wayne-sýslu í Michigan, sem stórborgin Detroit tilheyrir, rann út í gær. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk flest atkvæði í Michigan og munar hátt í 150.000 atkvæðum á honum og Trump þar. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa haldið því fram að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Fyrst þegar fjögurra manna nefndin í Wayne-sýslu greiddi atkvæði greiddu tveir fulltrúar Repúblikanaflokksins gegn því að staðfesta úrslitin. Monica Palmer, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, vísaði til þess að hún hefði ekki trú á því að talningin þar hefði verið nákvæm, að sögn Washington Post. Trump og bandamenn hans fögnuðu þráteflinu á samfélagsmiðlum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins og talskona framboðs Trump, sagði að nefndin hefði neitað því að staðfesta úrslitin. Trump sjálfur tísti síðan ranglega um að allt Michigan-ríki hefði neitað að staðfesta úrslitin. „Að hafa hugrekki er fallegur hlutur. Bandaríkin eru stolt!“ tísti forsetinn. Wow! Michigan just refused to certify the election results! Having courage is a beautiful thing. The USA stands proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020 Jenna Ellis, lögfræðilegur ráðgjafi framboðs forsetans, lýsti stöðunni í Wayne-sýslu sem meiriháttar sigri fyrir Trump. Kæmist kjörstjórn ríkisins heldur ekki að niðurstöðu áður en kjörmannaráðið sem kýs næsta forseta kemur saman í desember gætu repúblikanar á ríkisþingi Michigan valið kjörmenn ríkisins. Náðu málamiðlun um að staðfesta úrslitin Adam var þó ekki lengi í paradís því skömmu síðar náðu fulltrúar demókrata og repúblikana í talningarnefndinni saman um að staðfesta úrslit kosninganna. Að kröfu repúblikana samþykkti nefndin að óska eftir því að innanríkisráðherra Michigan léti fara fram ítarlega úttekt á talningu atkvæða í ríkinu. Jocelyn Benson, innanríkisráðherrann, fagnaði samkomulaginu í gær og fullyrti að engar vísbendingar væru um víðtækt svindl í kosningunum í Michigan. Aðeins hafi einangruð og minniháttar mistök verið gerð í talningunni. Framboð Trump rekur nú enn mál vegna kosningaúrslitanna í nokkrum ríkum, þar á meðal Pennsylvaníu og Nevada, og krefst þess að úrslit kosninganna verði ekki staðfest þar. Nær útilokað er talið að þau mál hafi nokkur áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Trump forseti hefur engu að síður neitað að viðurkenna ósigur og að veita Biden aðgang að ríkisstofnunum og leyniþjónustuupplýsingum sem verðandi forsetar hafa fengið. Pattstaðan sem kom fyrst upp í nefndinni sem staðfestir kosningaúrslitin vakti mikla reiði demókrata og kosningasérfræðinga, að sögn AP-fréttastofunnar. Slík staðfesting er alla jafna aðeins formsatriði eftir kosningar. Repúblikanar voru sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir úrslit lýðræðislegra kosninga og að reyna að svipta fjölda íbúa ríkisins atkvæðarétti sínum. „Við reiðum okkur á lýðræðislegar hefðir, þar á meðal að sá sem tapar sætti sig við ósigur á virðulegan hátt. Því virðist vera að hnigna,“ segir Joshua Douglas, lagaprófessor við Kentucky-háskóla við AP.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12
Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01