Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason
Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira