Innlent

Allt að þrettán stiga frost á morgun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kaldast verður í innsveitum Norðanlands.
Kaldast verður í innsveitum Norðanlands. Getty/Jens Büttner

Vetur konungur ætlar að minna á sig á morgun. Gera má ráð fyrir að kólni nokkuð skarpt á landinu öllu. Á morgun tekur við fallegt, stillt en sannkallað vetrarveður. 

Breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu og léttskýjað um allt land. Útlit er fyrir þriggja til þrettán stiga frost en kaldast verður í innsveitum fyrir norðan. 

Það hlýnar síðan ekki fyrr en um miðbik fimmtudags þegar blæs úr suðaustri.  Þá hlýnar lítið eitt og þykknar upp sunnan- og vestanlands. Snjókoma eða slydda á svæðinu um kvöldið en rigning við sjóinn.

Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir um fimm stiga frosti á höfuðborgarsvæðinu á morgun og því vissara að klæða sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×