Þrír til æfinga hjá félaginu sem mótar íslenskar stjörnur Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 15:30 Hákon Rafn Valdimarsson fer til reynslu hjá Norrköping. vísir/daníel Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur horft mikið til Íslands eftir ungum og efnilegum leikmönnum síðustu ár og uppskorið ríkulega. Nú eru tveir Skagamenn til reynslu hjá félaginu og markvörður Gróttu á leiðinni. Norrköping hefur fyrst og fremst átt í sterku sambandi við ÍA og í gegnum það samband kom Arnór Sigurðsson sem var svo seldur áfram til CSKA Moskvu fyrir metfé í sögu Norrköping, eða jafnvirði um hálfs milljarðs íslenskra króna. Nú er Ísak Bergmann Jóhannesson í sigti bestu knattspyrnufélaga heims og gæti farið fyrir enn hærri upphæð, og Oliver Stefánsson er einnig hjá félaginu. Í haust hefur Norrköping meðal annars fengið hinn 15 ára gamla Jóhannes Kristin Bjarnason til reynslu frá KR, en þeir Ísak eru bræðrasynir, sem og jafnaldra hans Robert Quental Árnason frá Leikni R.. Ætlar sér ekki að spila í Lengjudeildinni ÍA greindi svo frá því um helgina að Jón Gísli Eyland Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson væru farnir til reynslu hjá Norrköping, og í Morgunblaðinu í dag greinir Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, frá því að hann fari á fimmtudaginn til reynslu hjá félaginu. Skagfirðingurinn Jón Gísli Eyland Gíslason er inni í myndinni hjá Norrköping.vísir/bára „Þeir fylgdust með mér í allt sumar og vilja fá að skoða mig betur núna. Ég verð úti í viku og það verður virkilega gaman að fá að æfa með Norrköping,“ sagði Hákon við Morgunblaðið. Hákon kvaðst gera sér grein fyrir því að hann fengi ekki endilega samning hjá Norrköping, en hann stefnir ekki á að spila í Lengjudeildinni með Gróttu sem féll úr Pepsi Max-deildinni. „Ég vil spila áfram í efstu deild en hvort af því verður þarf að koma betur í ljós.“ Lengjudeildin Sænski boltinn Grótta Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur horft mikið til Íslands eftir ungum og efnilegum leikmönnum síðustu ár og uppskorið ríkulega. Nú eru tveir Skagamenn til reynslu hjá félaginu og markvörður Gróttu á leiðinni. Norrköping hefur fyrst og fremst átt í sterku sambandi við ÍA og í gegnum það samband kom Arnór Sigurðsson sem var svo seldur áfram til CSKA Moskvu fyrir metfé í sögu Norrköping, eða jafnvirði um hálfs milljarðs íslenskra króna. Nú er Ísak Bergmann Jóhannesson í sigti bestu knattspyrnufélaga heims og gæti farið fyrir enn hærri upphæð, og Oliver Stefánsson er einnig hjá félaginu. Í haust hefur Norrköping meðal annars fengið hinn 15 ára gamla Jóhannes Kristin Bjarnason til reynslu frá KR, en þeir Ísak eru bræðrasynir, sem og jafnaldra hans Robert Quental Árnason frá Leikni R.. Ætlar sér ekki að spila í Lengjudeildinni ÍA greindi svo frá því um helgina að Jón Gísli Eyland Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson væru farnir til reynslu hjá Norrköping, og í Morgunblaðinu í dag greinir Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, frá því að hann fari á fimmtudaginn til reynslu hjá félaginu. Skagfirðingurinn Jón Gísli Eyland Gíslason er inni í myndinni hjá Norrköping.vísir/bára „Þeir fylgdust með mér í allt sumar og vilja fá að skoða mig betur núna. Ég verð úti í viku og það verður virkilega gaman að fá að æfa með Norrköping,“ sagði Hákon við Morgunblaðið. Hákon kvaðst gera sér grein fyrir því að hann fengi ekki endilega samning hjá Norrköping, en hann stefnir ekki á að spila í Lengjudeildinni með Gróttu sem féll úr Pepsi Max-deildinni. „Ég vil spila áfram í efstu deild en hvort af því verður þarf að koma betur í ljós.“
Lengjudeildin Sænski boltinn Grótta Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira