Fótboltinn langvinsælastur og karfan fór upp fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Árangur íslensku landsliðanna í fótbolta á síðustu árum hefur eflaust mikið um það að segja hve margir stunda íþróttina hér á landi. vísir/vilhelm Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ. Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ.
Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira