Fótboltinn langvinsælastur og karfan fór upp fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Árangur íslensku landsliðanna í fótbolta á síðustu árum hefur eflaust mikið um það að segja hve margir stunda íþróttina hér á landi. vísir/vilhelm Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ. Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ.
Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira