Innlent

Jóla­skrauti stolið í Breið­holti og líkams­á­rás í Bú­staða­hverfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jólaskrauti var stolið úr geymslum í Breiðholti í gær og þá var einn handtekinn vegna líkamsárásar í Bústaðahverfi.
Jólaskrauti var stolið úr geymslum í Breiðholti í gær og þá var einn handtekinn vegna líkamsárásar í Bústaðahverfi. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan 16 í gær var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Breiðholti.

Að því er segir í dagbók lögreglu var jólaskrauti stolið úr geymslunum og skemmdir unnar á dyraumbúnaði.

Klukkan 16:40 var tilkynnt um innbrot í húsnæði í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði en í gærkvöldi lá ekki fyrir hverju var stolið þar sem sá sem fyrir innbrotinu varð var enn að kanna það.

Lögreglu var síðan tilkynnt um líkamsárás í Bústaðahverfi um klukkan 17. Í dagbók lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn á vettvangi. Var hann færður í fangageymslu. Sá sem ráðist var á hlaut minniháttar áverka.

Klukkan 22 í gærkvöldi kom kona á lögreglustöðina við Hlemm og tilkynnti um líkamsárás. Þolandi upplýsti hver meintur gerandi væri og telst málið að mestu leyti upplýst samkvæmt dagbók lögreglu.

Laust eftir miðnætti barst svo tilkynningu um að farsíma hefði verið stolið í hverfi 108. Maður fékk að nota farsíma til að hringja eitt símtal en gekk síðan burt með símann. Eigandi símans vissi ekki hvað maðurinn hét sem fékk að hringja hjá honum.

Þá var tilkynnt um eignaspjöll á veitingahúsi í Vesturbænum klukkan 03:44 í nótt. Var fyrst talið að innbrot væri í gangi þar sem rúða var brotin og öryggiskerfi fór í gang.

Klukkan 03:50 barst lögreglu tilkynning svo tilkynning um innbrot í hjólageymslu í hverfi 104. Var maður handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×