Sagður ætla að fækka hermönnum verulega í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 22:00 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma. Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma.
Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06
Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22
Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38