Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 11:20 Maðurinn nýtti sér aðstöðu sína til að veðja á kappleiki. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko. Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko.
Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira