Segir löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs | Telur Laugardal miðstöð íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 11:16 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera löngu tímabært að hefja byggingu íþróttaleikvanga sem standist alþjóðlegar kröfur. Vísir/Vilhelm Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs
Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira