Segir löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs | Telur Laugardal miðstöð íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 11:16 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera löngu tímabært að hefja byggingu íþróttaleikvanga sem standist alþjóðlegar kröfur. Vísir/Vilhelm Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs
Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira