Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 11:36 Faraldurinn hefur verið í miklum vexti vestanhafs. Getty/Spencer Platt Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu Reuters. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir slíkt væri ef yfirvöld í landinu myndu breyta um stefnu og herða aðgerðir til muna. Sérfræðingar sem fréttastofan ræðir við eru á sama máli. Nauðsynlegt sé að samhæfa aðgerðir á landsvísu og fá aukna aðkomu ríkisstjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta, eða að ríkin sjálf ákveði að grípa til hertra aðgerða til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fari svo að útreikningarnir standist þýðir það að smitum fjölgi um 80 prósent og dauðsföllum um 29 prósent. Útreikningarnir eru til þess fallnir að meta framþróun faraldursins fram að embættistöku Joe Biden sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Sjálfur hefur hann sagst ætla að leggja ofuráherslu á að ráða niðurlögum faraldursins og gagnrýndi hann mjög aðgerðaleysi ríkisstjórnar sitjandi Bandaríkjaforseta. Kólnandi veður bætir gráu ofan á svart Þriðja bylgja faraldursins gengur nú yfir Bandaríkin og fer smitum ört fjölgandi. Alls hafa nú ellefu milljónir greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og fjöldi daglegra smita náð nýjum hæðum í þessari bylgju. Á fimmtudag greindust fleiri en 152 þúsund Bandaríkjamenn með veiruna og var það metfjöldi nýgreindra. Var það jafnframt sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met var slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi. Það met var aftur slegið í gær þegar 170.333 greindust. Sjúkrahúsinnlagnir vegna kórónuveirunnar hafa aldrei verið fleiri. Líkt og sjá má hefur daglegum smitum farið fjölgandi í hverri bylgju. Metfjöldi hefur greinst á hverjum degi undanfarna daga.Covid tracker Sérfræðingar óttast að veturinn og kólnandi veður muni gera faraldurinn erfiðari viðureignar og hafa meiri áhrif á daglegt líf fólks. „Faraldurinn mun verða verri en hann var í vor og verri en hann var fyrir hinn almenna Bandaríkjamann,“ segir Gregg Gonsalves, prófessor í faraldursfræði við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir Donald Trump og ríkisstjórnina geta gert mun betur. „Við gætum verið að finna út úr því hvernig við gætum veitt fólki stuðning til að halda sig heima frekar en að mæta til vinnu. Við gætum borgað þeim fyrir að vera heima, við gætum sent grímur á hvert einasta heimili.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Getty/Spencer Platt Trump sagður „áhugalaus“ Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum eftir ósigur í forsetakosningunum. Ráðgjafar hans hafa sagt hann sýna lítinn áhuga á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og þá staðreynd að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Að minnsta kosti fimm sem viðstaddir voru á kosningavöku forsetans hafa greinst með kórónuveirusmit, en hundruð manna komu saman á kosningavökunni og voru margir grímulausir. Góðar fréttir af þróun bóluefnis eru einnig sagðar hafa farið öfugt ofan í forsetann. Sakaði hann lyfjaframleiðandann Pfizer um að hafa vísvitandi beðið með að tilkynna um framfarir í þróuninni þar til eftir kjördag í samsæri gegn sér. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. 12. nóvember 2020 23:53 Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. 12. nóvember 2020 09:10 Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. nóvember 2020 07:54 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Sjá meira
Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu Reuters. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir slíkt væri ef yfirvöld í landinu myndu breyta um stefnu og herða aðgerðir til muna. Sérfræðingar sem fréttastofan ræðir við eru á sama máli. Nauðsynlegt sé að samhæfa aðgerðir á landsvísu og fá aukna aðkomu ríkisstjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta, eða að ríkin sjálf ákveði að grípa til hertra aðgerða til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fari svo að útreikningarnir standist þýðir það að smitum fjölgi um 80 prósent og dauðsföllum um 29 prósent. Útreikningarnir eru til þess fallnir að meta framþróun faraldursins fram að embættistöku Joe Biden sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Sjálfur hefur hann sagst ætla að leggja ofuráherslu á að ráða niðurlögum faraldursins og gagnrýndi hann mjög aðgerðaleysi ríkisstjórnar sitjandi Bandaríkjaforseta. Kólnandi veður bætir gráu ofan á svart Þriðja bylgja faraldursins gengur nú yfir Bandaríkin og fer smitum ört fjölgandi. Alls hafa nú ellefu milljónir greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og fjöldi daglegra smita náð nýjum hæðum í þessari bylgju. Á fimmtudag greindust fleiri en 152 þúsund Bandaríkjamenn með veiruna og var það metfjöldi nýgreindra. Var það jafnframt sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met var slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi. Það met var aftur slegið í gær þegar 170.333 greindust. Sjúkrahúsinnlagnir vegna kórónuveirunnar hafa aldrei verið fleiri. Líkt og sjá má hefur daglegum smitum farið fjölgandi í hverri bylgju. Metfjöldi hefur greinst á hverjum degi undanfarna daga.Covid tracker Sérfræðingar óttast að veturinn og kólnandi veður muni gera faraldurinn erfiðari viðureignar og hafa meiri áhrif á daglegt líf fólks. „Faraldurinn mun verða verri en hann var í vor og verri en hann var fyrir hinn almenna Bandaríkjamann,“ segir Gregg Gonsalves, prófessor í faraldursfræði við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir Donald Trump og ríkisstjórnina geta gert mun betur. „Við gætum verið að finna út úr því hvernig við gætum veitt fólki stuðning til að halda sig heima frekar en að mæta til vinnu. Við gætum borgað þeim fyrir að vera heima, við gætum sent grímur á hvert einasta heimili.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Getty/Spencer Platt Trump sagður „áhugalaus“ Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum eftir ósigur í forsetakosningunum. Ráðgjafar hans hafa sagt hann sýna lítinn áhuga á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og þá staðreynd að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Að minnsta kosti fimm sem viðstaddir voru á kosningavöku forsetans hafa greinst með kórónuveirusmit, en hundruð manna komu saman á kosningavökunni og voru margir grímulausir. Góðar fréttir af þróun bóluefnis eru einnig sagðar hafa farið öfugt ofan í forsetann. Sakaði hann lyfjaframleiðandann Pfizer um að hafa vísvitandi beðið með að tilkynna um framfarir í þróuninni þar til eftir kjördag í samsæri gegn sér. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. 12. nóvember 2020 23:53 Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. 12. nóvember 2020 09:10 Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. nóvember 2020 07:54 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Sjá meira
Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. 12. nóvember 2020 23:53
Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. 12. nóvember 2020 09:10
Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. nóvember 2020 07:54