Handbolti

Stór­leikur Rúnars er Ribe-Esj­berg vann stór­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kárason var frábær í kvöld.
Rúnar Kárason var frábær í kvöld. Mynd/AFP

Íslendingalið Ribe-Esjberg vann stórsigur á Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 36-23. Alls léku fjórir Íslendingar í leiknum og litu 19 íslensk mörk dagsins ljós.

Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og voru gestirnir í Skjern yfir framan af fyrri hálfleik. Þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks þá tóku heimamenn í Ribe-Esjberg öll völd á vellinum. Fór það svo að þeir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11.

Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Ribe-Esjberg raðaði inn mörkum og unnu á endanum 13 marka sigur, lokatölur 36-23.

Rúnar Kárason skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í liði Ribe-Esjberg. Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk í leiknum og Daníel Ingason bætti við tveimur til viðbótar. Í liði Skjern skoraði Elvar Örn Jónsson tvö mörk.

Ribe-Esjberg er sem stendur með sjö stig í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Skjern hefði farið upp í 4. sæti með sigri en eru í 6. sæti eftir tap kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×