Ferðaþjónustan og fólkið til framtíðar María Guðmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:29 Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun