Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2020 19:20 Teikning af fyrirhuguðu hóteli á Miðbakka. Yrki arkítektar Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal
Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira