Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2020 19:20 Teikning af fyrirhuguðu hóteli á Miðbakka. Yrki arkítektar Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal
Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira