Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 13:42 Ólafur Stephensen segir skilaboðin til atvinnurekenda skýr. Ekki leita að undanþágum og standa með stjórnvöldum. Almannavarnir Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira