Hvers vegna meira fyrir minna? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun