Þaulsetinn forsætisráðherra Barein látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 09:41 Khalifa bin Salman Al Khalifa. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann dó en hann hafði verið undir læknishöndum í Bandaríkjunum. AP/Jon Gambrell Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein. Barein Andlát Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein.
Barein Andlát Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira