Hræðilegar lýsingar á því sem fram fór á vistheimilinu Arnarholti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 07:30 Frá Arnarholti á Kjalarnesi. Vísir/Vilhelm Fárveikt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi til ársins 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni, að því er fram kemur í vitnaleiðslum yfir starfsfólki heimilisins sem fjallað var ítarlega um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki verður annað sagt en að lýsingar starfsfólks á því sem fram fór á vistheimilinu og fjallað var um í frétt RÚV séu hræðilegar. Í vitnaleiðslunum lýsti starfsfólk meðal annars vanrækslu sem leiddi til andláts og órannsökuðum andlátum heimilismanna. Frá Arnarholti á Kjalarnesi. Arnarholt var opnað árið 1945 og var rekið af Reykjavíkurborg. Í greinargerð borgarlæknis frá árinu 1971 kom fram að í Arnarholti byggju Reykvíkingar sem ekki gætu séð um sig sjálfir og ættu almennt ekki samleið með borgarbúum af ýmsum ástæðum. Vistmenn væru með margvísleg vanheilindi, oftast af geðrænum toga. Arnarholt var á þessum tíma ekki viðurkennd sjúkrastofnun heldur var vistun á heimilinu í höndum félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Sögðu engar sannanir fyrir ásökunum Í október 1970 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að rannsókn skyldi fara fram á starfsemi Arnarholts. Var það að frumkvæði Steinunnar Finnbogadóttur, ljósmóður og borgarfulltrúa Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, en systir hennar, Guðrún Finnbogadóttir, hafði þá unnið á heimilinu frá því árinu áður. Borgarstjórn fól heilbrigðisráði Reykjavíkur að láta fara fram nákvæma athugun á starfsemi Arnarholts. Í febrúar 1971 skipaði ráðið nefnd þriggja lækna sem falið var að rannsaka málið. Nefndin ræddi við 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Arnarholts og skilaði niðurstöðum sínum í apríl 1971. Að mati nefndarinnar höfðu engar sannanir fundist fyrir ásökunum sem komið höfðu fram varðandi framkomu við heimilismenn, aðbúnað þeirra og meðferð. Taldi nefndin því ekki ástæðu til frekari aðgerða. Átti ekki orð til að lýsa hugarstríði pilts sem sætti einangrun svo vikum skipti Borgarstjórn ákvað engu að síður að grípa til aðgerða vegna Arnarholts, þvert á niðurstöðu læknanefndarinnar. Að því er segir í frétt RÚV var það vegna þeirra lýsinga sem fram komu í vitnaleiðslunum yfir starfsmönnunum 24 en RÚV hefur vitnaleiðslurnar undir höndum. Í vitnaleiðslunum er því meðal annars lýst hvernig heimilismönnum var refsað með því að neita þeim um mat. Þá virðast þeir einnig hafa verið læstir úti í hvaða veðri sem er, einnig undir formerkjum refsingar. Algengasta refsingin var hins vegar að heimilismenn voru látnir í einangrun í litlum klefa sem var með einum litlum glugga sem búið var að setja járnrimla fyrir. Að því er fram kemur í frétt RÚV varðaði einhver skelfilegasta lýsingin á klefanum tvítugan heimilismann sem starfsmaður sagði vera með þroska á við átta til níu ára barn. Pilturinn átti það til að strjúka og fara þá til móður sinnar í Reykjavík. Lýsti starfsmaðurinn því í vitnaleiðslum hvernig pilturinn var eitt sinn settur í klefann fyrir að strjúka til mömmu. Var hann lokaður inni í klefanum vikum saman og sagðist starfsmaðurinn ekki eiga orð til þess að lýsa hugarstríði og líðan drengsins. Fannst látin í flæðarmálinu Þá virðast andlát heimilismanna í Arnarholti hafa verið nokkuð tíð á þessum tíma og er þeim lýst í vitnaleiðslunum í nokkrum tilvikum. Þannig sögðu starfsmenn frá því þegar það uppgötvaðist dag einn að kona sem bjó á heimilinu væri týnd. Leit að henni hófst þó ekki strax og fannst hún stuttu síðar, látin í flæðarmálinu. Í kjölfar umfjöllunar borgarstjórnar um málefni Arnarholts sumarið 1971 var ákveðið að heimilið skyldi fært undir geðdeild Borgarspítalans og tók sú breyting gildi þann 1. september sama ár. Í febrúar 1972 viðurkenndi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Arnarholt sem hjúkrunarheimili í fyrsta sinn. Var Arnarholt starfrækt sem sjúkrastofnun til ársins 2005. Eins og áður segir var Arnarholt vistheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Rætt var við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á mbl í gærkvöldi þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum. Sagði hann fréttirnar nísta í hjartað og að málið yrði án efa rætt í borgarstjórn. „Þetta er auðvitað nýkomið fram núna en við munum fara yfir þetta þó að það sé ekki komið á hreint hvernig það verður. Það er ótrúlega sárt að lesa þetta, þó að nokkuð sé um liðið.“ Þá verður málið tekið til skoðunar hjá velferðarráði Reykjavíkurborgar strax í dag að því er fram kom í viðtali mbl við Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formann ráðsins, í gær. Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Fárveikt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi til ársins 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni, að því er fram kemur í vitnaleiðslum yfir starfsfólki heimilisins sem fjallað var ítarlega um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki verður annað sagt en að lýsingar starfsfólks á því sem fram fór á vistheimilinu og fjallað var um í frétt RÚV séu hræðilegar. Í vitnaleiðslunum lýsti starfsfólk meðal annars vanrækslu sem leiddi til andláts og órannsökuðum andlátum heimilismanna. Frá Arnarholti á Kjalarnesi. Arnarholt var opnað árið 1945 og var rekið af Reykjavíkurborg. Í greinargerð borgarlæknis frá árinu 1971 kom fram að í Arnarholti byggju Reykvíkingar sem ekki gætu séð um sig sjálfir og ættu almennt ekki samleið með borgarbúum af ýmsum ástæðum. Vistmenn væru með margvísleg vanheilindi, oftast af geðrænum toga. Arnarholt var á þessum tíma ekki viðurkennd sjúkrastofnun heldur var vistun á heimilinu í höndum félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Sögðu engar sannanir fyrir ásökunum Í október 1970 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að rannsókn skyldi fara fram á starfsemi Arnarholts. Var það að frumkvæði Steinunnar Finnbogadóttur, ljósmóður og borgarfulltrúa Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, en systir hennar, Guðrún Finnbogadóttir, hafði þá unnið á heimilinu frá því árinu áður. Borgarstjórn fól heilbrigðisráði Reykjavíkur að láta fara fram nákvæma athugun á starfsemi Arnarholts. Í febrúar 1971 skipaði ráðið nefnd þriggja lækna sem falið var að rannsaka málið. Nefndin ræddi við 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmenn Arnarholts og skilaði niðurstöðum sínum í apríl 1971. Að mati nefndarinnar höfðu engar sannanir fundist fyrir ásökunum sem komið höfðu fram varðandi framkomu við heimilismenn, aðbúnað þeirra og meðferð. Taldi nefndin því ekki ástæðu til frekari aðgerða. Átti ekki orð til að lýsa hugarstríði pilts sem sætti einangrun svo vikum skipti Borgarstjórn ákvað engu að síður að grípa til aðgerða vegna Arnarholts, þvert á niðurstöðu læknanefndarinnar. Að því er segir í frétt RÚV var það vegna þeirra lýsinga sem fram komu í vitnaleiðslunum yfir starfsmönnunum 24 en RÚV hefur vitnaleiðslurnar undir höndum. Í vitnaleiðslunum er því meðal annars lýst hvernig heimilismönnum var refsað með því að neita þeim um mat. Þá virðast þeir einnig hafa verið læstir úti í hvaða veðri sem er, einnig undir formerkjum refsingar. Algengasta refsingin var hins vegar að heimilismenn voru látnir í einangrun í litlum klefa sem var með einum litlum glugga sem búið var að setja járnrimla fyrir. Að því er fram kemur í frétt RÚV varðaði einhver skelfilegasta lýsingin á klefanum tvítugan heimilismann sem starfsmaður sagði vera með þroska á við átta til níu ára barn. Pilturinn átti það til að strjúka og fara þá til móður sinnar í Reykjavík. Lýsti starfsmaðurinn því í vitnaleiðslum hvernig pilturinn var eitt sinn settur í klefann fyrir að strjúka til mömmu. Var hann lokaður inni í klefanum vikum saman og sagðist starfsmaðurinn ekki eiga orð til þess að lýsa hugarstríði og líðan drengsins. Fannst látin í flæðarmálinu Þá virðast andlát heimilismanna í Arnarholti hafa verið nokkuð tíð á þessum tíma og er þeim lýst í vitnaleiðslunum í nokkrum tilvikum. Þannig sögðu starfsmenn frá því þegar það uppgötvaðist dag einn að kona sem bjó á heimilinu væri týnd. Leit að henni hófst þó ekki strax og fannst hún stuttu síðar, látin í flæðarmálinu. Í kjölfar umfjöllunar borgarstjórnar um málefni Arnarholts sumarið 1971 var ákveðið að heimilið skyldi fært undir geðdeild Borgarspítalans og tók sú breyting gildi þann 1. september sama ár. Í febrúar 1972 viðurkenndi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Arnarholt sem hjúkrunarheimili í fyrsta sinn. Var Arnarholt starfrækt sem sjúkrastofnun til ársins 2005. Eins og áður segir var Arnarholt vistheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Rætt var við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á mbl í gærkvöldi þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum. Sagði hann fréttirnar nísta í hjartað og að málið yrði án efa rætt í borgarstjórn. „Þetta er auðvitað nýkomið fram núna en við munum fara yfir þetta þó að það sé ekki komið á hreint hvernig það verður. Það er ótrúlega sárt að lesa þetta, þó að nokkuð sé um liðið.“ Þá verður málið tekið til skoðunar hjá velferðarráði Reykjavíkurborgar strax í dag að því er fram kom í viðtali mbl við Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formann ráðsins, í gær.
Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira