Góður skólabragur verður ekki til af sjálfu sér Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun