„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum en hafa ekki geta fært sannanir fyrir því. Embættismenn tiltekinna ríkja, eftirlitsaðilar og aðrir sem koma að framkvæmd kosninganna hafa mótmælt þessum ásökunum harðlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann sagði í gær að Trump væri í fullum rétti með að sækjast eftir endurtalningu, að höfða mál og opna rannsóknir. Hann tók þó ekki undir ummæli forsetans um kosningasvik. Aðrir forsvarsmenn flokksins og þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála í ríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu og Nevada, en enn sem komið er hefur það ekki skilað neinum árangri. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimilaði ríkissaksóknurum í gær að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Æðsti saksóknari ráðuneytisins varðandi kosningamál sagði af sér vegna málsins. Tístir og fer svo Í samtali við Washington Post sögðu aðstoðarmenn Trumps að innan framboðsins væru litlar sem engar væntingar um að dómsmál þessi og aðrar aðgerðir skiluðu árangri. Málunum yrði þó haldið til streitu og að hluta til svo hægt sé að halda ásökunum um kosningasvik á lofti. „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ spurði einn heimildarmaður Washington Post. „Enginn trúir því að niðurstöðunum verði breytt. Hann fór í golf um helgina. Það er ekki eins og hann sé að skipuleggja það hvernig hann komi í veg fyrir að Biden taki völd þann 20. janúar. Hann tístir um dómsmál, þau munu misheppnast, þá mun hann tísta meira um það hvernig kosningunum var stolið og svo mun hann fara.“ Það er í samræmi við það sem háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar. Það er að markmið lögsóknanna sé ekki að snúa niðurstöðum kosninganna. Það sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og þar með áhrif hans innan Repúblikanaflokksins, og að auðvelda honum að sætta sig við tapið. Meina Biden aðgangi að hinu opinbera Ríkisstjórn Trumps hefur meinað embættismönnum að starfa með starfsmönnum framboðs Bidens að valdatöku þess síðarnefnda. Þar fer fremst í fylkingu Emily W. Murphy. Hún var skipuð af Trump til að taka við rekstri stofnunar sem kallast General Services Administration. Það fellur í hlut GSA að skilgreina Biden formlega sem sigurvegara kosninganna svo valdaskiptin geti formlega hafist. Þá fær Biden meðal annars aðgang að fjármagni og skrifstofuhúsnæði svo hægt sé að hefja undirbúninginn. Sem yfirmaður GSA hefur Murphy neitað að gefa starfsmönnum Bidens leyfi til að hefja ferlið með formlegum hætti. Í samtali við blaðamenn New York Times lýsti talsmaður Hvíta hússins ástandinu við árið 2000, þegar sama ferli tafðist eftir kosningabaráttuna á milli Al Gore og George W. Bush.. Talsmaðurinn sagði að það yrði undarlegt af Trump að gefa leyfi fyrir því að hefja ferlið á sama tíma og hann standi í málarekstri vegna kosninganna. Biden-liðar segja þann samanburð þó fáránlegan. Deilurnar árið 2000 hafi snúist um eitt ríki þar sem um 500 atkvæði skildu frambjóðendurna að. Munurinn nú sé mikið meiri en það og að þar að auki sé það einungis eitt tilfelli. Á síðustu 60 árum hafi þetta ferli yfirleitt hafist innan sólarhrings frá kosningunum. Öskrað á starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá Forsvarsmenn framboðs Trumps hafa reynt að stappa stálinu í almenna starfsmenn og hvatt þá til að leggja árar ekki í bát. Það er þrátt fyrir að samningar þeirra renna út þann 15. nóvember og ekkert útlit er fyrir að þeir verði framlengdir. „Þeir eru að segja; „Verið áfram og berjist“. Það er erfitt fyrir fólk að halda baráttunni áfram þegar það sér fram á atvinnuleysi í næstu viku,“ sagði einn heimildarmaður CNN innan framboðsins. Á mánudaginn var haldinn starfsmannafundur þar sem forsvarsmenn framboðsins kvörtuðu yfir dræmri mætingu. Eftir fundinn öskraði aðstoðarmaður framkvæmdastjóra framboðs Trumps á almennan starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá sína í prentara framboðsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum en hafa ekki geta fært sannanir fyrir því. Embættismenn tiltekinna ríkja, eftirlitsaðilar og aðrir sem koma að framkvæmd kosninganna hafa mótmælt þessum ásökunum harðlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann sagði í gær að Trump væri í fullum rétti með að sækjast eftir endurtalningu, að höfða mál og opna rannsóknir. Hann tók þó ekki undir ummæli forsetans um kosningasvik. Aðrir forsvarsmenn flokksins og þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála í ríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu og Nevada, en enn sem komið er hefur það ekki skilað neinum árangri. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimilaði ríkissaksóknurum í gær að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Æðsti saksóknari ráðuneytisins varðandi kosningamál sagði af sér vegna málsins. Tístir og fer svo Í samtali við Washington Post sögðu aðstoðarmenn Trumps að innan framboðsins væru litlar sem engar væntingar um að dómsmál þessi og aðrar aðgerðir skiluðu árangri. Málunum yrði þó haldið til streitu og að hluta til svo hægt sé að halda ásökunum um kosningasvik á lofti. „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ spurði einn heimildarmaður Washington Post. „Enginn trúir því að niðurstöðunum verði breytt. Hann fór í golf um helgina. Það er ekki eins og hann sé að skipuleggja það hvernig hann komi í veg fyrir að Biden taki völd þann 20. janúar. Hann tístir um dómsmál, þau munu misheppnast, þá mun hann tísta meira um það hvernig kosningunum var stolið og svo mun hann fara.“ Það er í samræmi við það sem háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar. Það er að markmið lögsóknanna sé ekki að snúa niðurstöðum kosninganna. Það sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og þar með áhrif hans innan Repúblikanaflokksins, og að auðvelda honum að sætta sig við tapið. Meina Biden aðgangi að hinu opinbera Ríkisstjórn Trumps hefur meinað embættismönnum að starfa með starfsmönnum framboðs Bidens að valdatöku þess síðarnefnda. Þar fer fremst í fylkingu Emily W. Murphy. Hún var skipuð af Trump til að taka við rekstri stofnunar sem kallast General Services Administration. Það fellur í hlut GSA að skilgreina Biden formlega sem sigurvegara kosninganna svo valdaskiptin geti formlega hafist. Þá fær Biden meðal annars aðgang að fjármagni og skrifstofuhúsnæði svo hægt sé að hefja undirbúninginn. Sem yfirmaður GSA hefur Murphy neitað að gefa starfsmönnum Bidens leyfi til að hefja ferlið með formlegum hætti. Í samtali við blaðamenn New York Times lýsti talsmaður Hvíta hússins ástandinu við árið 2000, þegar sama ferli tafðist eftir kosningabaráttuna á milli Al Gore og George W. Bush.. Talsmaðurinn sagði að það yrði undarlegt af Trump að gefa leyfi fyrir því að hefja ferlið á sama tíma og hann standi í málarekstri vegna kosninganna. Biden-liðar segja þann samanburð þó fáránlegan. Deilurnar árið 2000 hafi snúist um eitt ríki þar sem um 500 atkvæði skildu frambjóðendurna að. Munurinn nú sé mikið meiri en það og að þar að auki sé það einungis eitt tilfelli. Á síðustu 60 árum hafi þetta ferli yfirleitt hafist innan sólarhrings frá kosningunum. Öskrað á starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá Forsvarsmenn framboðs Trumps hafa reynt að stappa stálinu í almenna starfsmenn og hvatt þá til að leggja árar ekki í bát. Það er þrátt fyrir að samningar þeirra renna út þann 15. nóvember og ekkert útlit er fyrir að þeir verði framlengdir. „Þeir eru að segja; „Verið áfram og berjist“. Það er erfitt fyrir fólk að halda baráttunni áfram þegar það sér fram á atvinnuleysi í næstu viku,“ sagði einn heimildarmaður CNN innan framboðsins. Á mánudaginn var haldinn starfsmannafundur þar sem forsvarsmenn framboðsins kvörtuðu yfir dræmri mætingu. Eftir fundinn öskraði aðstoðarmaður framkvæmdastjóra framboðs Trumps á almennan starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá sína í prentara framboðsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01
Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17