Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 09:08 Britney Spears á sviði í Las Vegas árið 2020. AP/Steve Marcus Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira