Rekja stórbruna í Hrísey til vinnu kvöldið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 14:38 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey að morgni 28. maí. Steinar Ólafsson Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út. Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út.
Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51
Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19