Stöðugt símaat eftir blaðamannafundinn fer í taugarnar á eiganda klámbúðarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 21:05 Eins og sjá má er umhverfið í kringum klámbúðina ekkert sérstaklega heillandi. Nokkrum tugum metra til vinstri er Four Seasons Total Landscaping staðsett. Mynd/Google Maps Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta, í gær. Eigandi klámbúðarinnar við hliðina á garðyrkjufyrirtækinu segist pirraður á stöðugu símaati eftir fundinn. Blaðamannafundur Giuliani í gær þar sem hann fór yfir hvernig framboð Donald Trump ætlar að lögsækja sér leið til áframhaldandi veru í Hvíta húsinu hefur vakið gríðarmikla athygli, og þá helst fyrir staðsetningu og þann misskilning sem sagður er hafa átt sér stað varðandi hana, líkt og Vísir fór yfir í gær. New York Times segir að planið hafi verið að vera utan alfaraleiðar Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa reynt að komast til botns í því af hverju fundurinn var haldinn á bílastæði í iðnaðarhverfi í Philadelphiu fyrir utan húsnæði lítils garðyrkjufyrirtækis. Fáir hafa komist til botns í því en New York Times hefur greint frá því að skipuleggjendurnir hafi alltaf ætlað sér að halda umræddan fund á stað sem væri vilhallari undir Trump en aðrir staðir í borginni. Þannig hafi framboðið áður lent í vandræðum með að halda fundi í miðborg borgarinnar, því stuðningsmenn Joe Biden, mótframbjóðanda Trumps, hafi fjölmennt og látið vel í sér heyra. Brenndu sig á plötusnúði vopnuðum tónlist Beyoncé Þannig kemur fram í mola Times að fyrr í vikunni hafi nærliggjandi plötusnúði tekist að trufla fund framboðsins í miðborg Philadelphiu með því að spila tónlist eftir Beyoncé svo hátt að ekki hafi heyrst orð af því sem starfsmaður framboðsins sagði í ræðu á fundinum. Því hafi ekki verið gerð mistök við skipulagningu blaðamannafundarins en því var velt upp eftir að Trump tilkynnti að halda ætti blaðamannafund á Four Seasons í Philadelphiu. Four Seasons er þekkt hótelkeðja og líklega má þar finna sal sem hefði mögulega hentað betur en bílastæðið hjá umræddu garðyrkjufyrirtæki. Trump, a hotelier at heart, announces a press conference at Philadelphia's "Four Seasons" at 11, before specifying it's at Four Seasons Total Landscaping at 11:30. pic.twitter.com/HmTIPeukNG— Josh Wingrove (@josh_wingrove) November 7, 2020 Nokkru síðar tilkynnti Trump að fundurinn yrði haldinn hjá Four Seasons Total Landscaping. Í mola Times segir að mögulega hafi eitthvað skolast til þegar Trump var látinn vita hvar fundurinn yrði, því aldrei hafi verið ætlunin að halda hann á Four Seasons hótelinu, af fyrrgreindum ástæðum. Eigendurnir stoltir en starfsmenn botna ekkert í þessu Staðarblaðið í Philadelpiu, Philadelphia Inquirer, hefur einnig reynt að komast til botns í málinu og ræddu blaðamenn blaðsins við starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins sem og eiganda klámbúðarinnar sem er við hliðina á garðyrkjufyrirtækinu. Kevin Moran, verkstjóri hjá fyrirtækinu segist í samtali við Inquirer að eigandi fyrirtækisins hafi fengið símtalið frá starfsmönnum framboðs Trump í gær um hvort hægt væri að halda fundinn þar. Segir Moran að starfsmennirnir telji að áhuginn hafi fyrst og fremst legið í því að bílastæðið væri afgirt og öruggt. Bætti hann því við að fullt af fyrirtækjum í borginni bæru nafn Four Seasons, þar á meðal tvö garðyrkjufyrirtæki. „Við erum Total, en hitt, ég held að það sé bara landscaping“, er haft eftir Moran í frétt Inquirer. Eigendurnir segjast aftur á móti vera stoltir af áhuganum sem framboð Trump hafi sýnt og að þeir myndu hýsa hvaða framboð sem er. Staðsetning fundarins hefur einnig vakið athygli fyrir þær sakir að í næsta húsi er klámverslun. Þar ræddu blaðamenn Inquirer við eiganda verslunarinnar, sem er ekki skemmt. Sagði hann að frá því í gær hafi símtölunum rignt inn, og ekki til að spyrja um þær vörur og þjónustu sem verslunin býður upp á. Nei, símtölunum rignir inn til þess að spyrja hvort að Rudy Giuliani sé á svæðinu. Since I couldn’t get in to the Trump press conference, I went to Fantasy Island next door. Zarif Jacob, an ex-architect, could not fathom why the presser was near his shop—or even happening. “He lost. He knows he lost.” Also, people were taking up the spaces in his parking lot. pic.twitter.com/tm6coyeBCb— dhm (@dhm) November 7, 2020 Og það sem fer ef til vill helst í taugarnar á honum er að hinn aukni áhugi á svæðinu hefur ekki fært honum auknar tekjur. Öll bílastæði hafi verið upptekin í gær vegna fundarins og í dag hafi fólk streymt á svæðið, en enginn hafi stoppað í versluninni. „Þetta er sirkus en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kemur mér þetta ekki á óvart. Þetta er Trump,“ sagði eigandinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta, í gær. Eigandi klámbúðarinnar við hliðina á garðyrkjufyrirtækinu segist pirraður á stöðugu símaati eftir fundinn. Blaðamannafundur Giuliani í gær þar sem hann fór yfir hvernig framboð Donald Trump ætlar að lögsækja sér leið til áframhaldandi veru í Hvíta húsinu hefur vakið gríðarmikla athygli, og þá helst fyrir staðsetningu og þann misskilning sem sagður er hafa átt sér stað varðandi hana, líkt og Vísir fór yfir í gær. New York Times segir að planið hafi verið að vera utan alfaraleiðar Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa reynt að komast til botns í því af hverju fundurinn var haldinn á bílastæði í iðnaðarhverfi í Philadelphiu fyrir utan húsnæði lítils garðyrkjufyrirtækis. Fáir hafa komist til botns í því en New York Times hefur greint frá því að skipuleggjendurnir hafi alltaf ætlað sér að halda umræddan fund á stað sem væri vilhallari undir Trump en aðrir staðir í borginni. Þannig hafi framboðið áður lent í vandræðum með að halda fundi í miðborg borgarinnar, því stuðningsmenn Joe Biden, mótframbjóðanda Trumps, hafi fjölmennt og látið vel í sér heyra. Brenndu sig á plötusnúði vopnuðum tónlist Beyoncé Þannig kemur fram í mola Times að fyrr í vikunni hafi nærliggjandi plötusnúði tekist að trufla fund framboðsins í miðborg Philadelphiu með því að spila tónlist eftir Beyoncé svo hátt að ekki hafi heyrst orð af því sem starfsmaður framboðsins sagði í ræðu á fundinum. Því hafi ekki verið gerð mistök við skipulagningu blaðamannafundarins en því var velt upp eftir að Trump tilkynnti að halda ætti blaðamannafund á Four Seasons í Philadelphiu. Four Seasons er þekkt hótelkeðja og líklega má þar finna sal sem hefði mögulega hentað betur en bílastæðið hjá umræddu garðyrkjufyrirtæki. Trump, a hotelier at heart, announces a press conference at Philadelphia's "Four Seasons" at 11, before specifying it's at Four Seasons Total Landscaping at 11:30. pic.twitter.com/HmTIPeukNG— Josh Wingrove (@josh_wingrove) November 7, 2020 Nokkru síðar tilkynnti Trump að fundurinn yrði haldinn hjá Four Seasons Total Landscaping. Í mola Times segir að mögulega hafi eitthvað skolast til þegar Trump var látinn vita hvar fundurinn yrði, því aldrei hafi verið ætlunin að halda hann á Four Seasons hótelinu, af fyrrgreindum ástæðum. Eigendurnir stoltir en starfsmenn botna ekkert í þessu Staðarblaðið í Philadelpiu, Philadelphia Inquirer, hefur einnig reynt að komast til botns í málinu og ræddu blaðamenn blaðsins við starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins sem og eiganda klámbúðarinnar sem er við hliðina á garðyrkjufyrirtækinu. Kevin Moran, verkstjóri hjá fyrirtækinu segist í samtali við Inquirer að eigandi fyrirtækisins hafi fengið símtalið frá starfsmönnum framboðs Trump í gær um hvort hægt væri að halda fundinn þar. Segir Moran að starfsmennirnir telji að áhuginn hafi fyrst og fremst legið í því að bílastæðið væri afgirt og öruggt. Bætti hann því við að fullt af fyrirtækjum í borginni bæru nafn Four Seasons, þar á meðal tvö garðyrkjufyrirtæki. „Við erum Total, en hitt, ég held að það sé bara landscaping“, er haft eftir Moran í frétt Inquirer. Eigendurnir segjast aftur á móti vera stoltir af áhuganum sem framboð Trump hafi sýnt og að þeir myndu hýsa hvaða framboð sem er. Staðsetning fundarins hefur einnig vakið athygli fyrir þær sakir að í næsta húsi er klámverslun. Þar ræddu blaðamenn Inquirer við eiganda verslunarinnar, sem er ekki skemmt. Sagði hann að frá því í gær hafi símtölunum rignt inn, og ekki til að spyrja um þær vörur og þjónustu sem verslunin býður upp á. Nei, símtölunum rignir inn til þess að spyrja hvort að Rudy Giuliani sé á svæðinu. Since I couldn’t get in to the Trump press conference, I went to Fantasy Island next door. Zarif Jacob, an ex-architect, could not fathom why the presser was near his shop—or even happening. “He lost. He knows he lost.” Also, people were taking up the spaces in his parking lot. pic.twitter.com/tm6coyeBCb— dhm (@dhm) November 7, 2020 Og það sem fer ef til vill helst í taugarnar á honum er að hinn aukni áhugi á svæðinu hefur ekki fært honum auknar tekjur. Öll bílastæði hafi verið upptekin í gær vegna fundarins og í dag hafi fólk streymt á svæðið, en enginn hafi stoppað í versluninni. „Þetta er sirkus en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kemur mér þetta ekki á óvart. Þetta er Trump,“ sagði eigandinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira