„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 21:22 Stuðningsmenn Donald Trump vilja meina að kosningasvindl hafi átt sér stað. AP/Morry Gash Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57
Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36