Innlent

Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í dag.
Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í dag. Vísir/vilhelm

Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. Annars vegar um einstaklinga sem ekki hlýddu sóttkví og hins vegar fólk sem neitaði að fylgja grímuskyldu í verslunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu um verkefni dagsins. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um umrædd brot.

Þá var einn handtekinn grunaður um líkamsárás í Grafarvogi á áttunda tímanum í morgun. Málið er í rannsókn.

Vinnuslys varð í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan níu í morgun þar sem einn slasaðist á fæti. Þá var einn handtekinn grunaður um innbrot í bíl í miðbænum. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Þjófur sem stolið hafði úr nokkrum verslunum í miðbænum í morgun var handtekinn í hádeginu. Hann var vistaður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×