Atvinnulífið tekur við keflinu! Soffía Sigurgeirsdóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 9. nóvember 2020 09:00 UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Félagasamtök Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun