Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2020 11:52 Trump hélt fram fjölda ásakana um alls kyns svik gegn sér í ræðu í Hvíta húsinu í gær. Hann virtist þó fremur daufur í dálkinn og ekki eins ákveðinn í orðum sínum og oft áður. Hann tók ekki neinar spurningar eftir að hann lauk máli sínu. AP/Evan Vucci Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. Trump kallaði fréttamenn til fundar í Hvíta húsinu í gærkvöldi en tók ekki við neinum spurningum. Þess í stað hélt hann sautján mínútna langa ræðu með fjölda rangra eða stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik og bellibrögð í talningu atkvæða. Hélt hann því ítrekað fram að demókratar væru að „stela“ af sér kosningunum. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hættu að fylgjast með ræðunni í beinni til þess að upplýsa áhorfendur sína um sannleiksgildi fullyrðinga forsetans. Eftir ræðuna stukku nokkrir þingmenn repúblikana sem eru hliðhollir Trump honum til varnar og tóku undir ásakanirnar, að sögn Washington Post. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, sagði ásakanirnar „sláandi“. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, reyndi að gera það tortryggilegt að Biden virtist ætla að sigra í forsetakosningunum á sama tíma og repúblikanar söxuðu á meirihluta demókrata í fulltrúadeildinni. „Trump forseti vann þessar kosningar,“ sagði McCarthy ranglega við Fox-fréttastöðina. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem Trump niðurlægði ítrekað í forvali repúblikana árið 2016, gaf í skyn að ríkisþing í lykilríkjum þar sem repúblikanar eru með meirihluta gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjörstjórnum og ákveðið að veita kjörmenn ríkjanna til Trump frekar en Biden. Graham útilokaði þann möguleika ekki. Vilja að Trump leggi fram sannanir Ekki voru þó allir repúblikanar eins tilbúnir að styðja stoðlausar ásakanir forsetans. Flestir þeirra reyndu að hafna fullyrðingum forsetans ekki alfarið heldur að leggja áherslu á mikilvægi þess að lagðar væru fram sannanir fyrir þeim. Þannig sagði Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey sem hefur unnið með Trump-framboðinu, að kosningasvik eins og þau sem Trump lýsti ættu sér stað. Hann hafi hins vegar ekki séð neinar sannanir frá forsetanum. „Sem saksóknari er þetta eins og að segja mér að ákæra einhvern án þess að sýna mér neinar sannanir,“ sagði Christie sem hefur verið einn álitsgjafa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í kosningaumfjöllun hennar. „Eina sem þetta gerir er að æsa fólk upp án þess að upplýsa það,“ sagði Christie sem var eitt sinn saksóknari. Chris Christie says it’s Trump’s “right to pursue legal action, but show us the evidence. We heard nothing today about any evidence.”“This kind of thing, all it does is inflame without informing, and we cannot permit inflammation without information.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/d8EZc9rDIy— ABC News (@ABC) November 6, 2020 Á CNN sagði Rick Santorum, sem bauð sig fram í forvali repúblikana árið 2012, að margir teldu að svik væru í tafli og að kosningunum væri stolið en það væri þó ekki vitað. „Að forsetinn haldi því fram án sannana er hættulegt,“ sagði Santorum. Enginn kjörinn fulltrúi ætti að segja þá hluti sem Trump sagði í ræðu sinni. Marsha Blackburn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, sagðist einnig vilja sjá forsetann leggja fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. „Ef það er misræmi, skráum það,“ sagði hún um svikabrigsl forsetans. Marco Rubio, annar repúblikani sem Trump lagði að velli í forvalinu 2016, hefur hafnað því að það séu kosningasvik að telja öll atkvæði. Hann reyndi að vera diplómatískur á Twitter í gær þegar hann sagði að Trump og framboð hans ættu fullan rétt á að leita réttar síns fyrir dómstólum teldi það á sig hallað. If a candidate believes a state is violating election laws they have a right to challenge it in court & produce evidence in support of their claims. https://t.co/knsFLLBPke— Marco Rubio (@marcorubio) November 6, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. Trump kallaði fréttamenn til fundar í Hvíta húsinu í gærkvöldi en tók ekki við neinum spurningum. Þess í stað hélt hann sautján mínútna langa ræðu með fjölda rangra eða stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik og bellibrögð í talningu atkvæða. Hélt hann því ítrekað fram að demókratar væru að „stela“ af sér kosningunum. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hættu að fylgjast með ræðunni í beinni til þess að upplýsa áhorfendur sína um sannleiksgildi fullyrðinga forsetans. Eftir ræðuna stukku nokkrir þingmenn repúblikana sem eru hliðhollir Trump honum til varnar og tóku undir ásakanirnar, að sögn Washington Post. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, sagði ásakanirnar „sláandi“. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, reyndi að gera það tortryggilegt að Biden virtist ætla að sigra í forsetakosningunum á sama tíma og repúblikanar söxuðu á meirihluta demókrata í fulltrúadeildinni. „Trump forseti vann þessar kosningar,“ sagði McCarthy ranglega við Fox-fréttastöðina. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem Trump niðurlægði ítrekað í forvali repúblikana árið 2016, gaf í skyn að ríkisþing í lykilríkjum þar sem repúblikanar eru með meirihluta gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjörstjórnum og ákveðið að veita kjörmenn ríkjanna til Trump frekar en Biden. Graham útilokaði þann möguleika ekki. Vilja að Trump leggi fram sannanir Ekki voru þó allir repúblikanar eins tilbúnir að styðja stoðlausar ásakanir forsetans. Flestir þeirra reyndu að hafna fullyrðingum forsetans ekki alfarið heldur að leggja áherslu á mikilvægi þess að lagðar væru fram sannanir fyrir þeim. Þannig sagði Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey sem hefur unnið með Trump-framboðinu, að kosningasvik eins og þau sem Trump lýsti ættu sér stað. Hann hafi hins vegar ekki séð neinar sannanir frá forsetanum. „Sem saksóknari er þetta eins og að segja mér að ákæra einhvern án þess að sýna mér neinar sannanir,“ sagði Christie sem hefur verið einn álitsgjafa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í kosningaumfjöllun hennar. „Eina sem þetta gerir er að æsa fólk upp án þess að upplýsa það,“ sagði Christie sem var eitt sinn saksóknari. Chris Christie says it’s Trump’s “right to pursue legal action, but show us the evidence. We heard nothing today about any evidence.”“This kind of thing, all it does is inflame without informing, and we cannot permit inflammation without information.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/d8EZc9rDIy— ABC News (@ABC) November 6, 2020 Á CNN sagði Rick Santorum, sem bauð sig fram í forvali repúblikana árið 2012, að margir teldu að svik væru í tafli og að kosningunum væri stolið en það væri þó ekki vitað. „Að forsetinn haldi því fram án sannana er hættulegt,“ sagði Santorum. Enginn kjörinn fulltrúi ætti að segja þá hluti sem Trump sagði í ræðu sinni. Marsha Blackburn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, sagðist einnig vilja sjá forsetann leggja fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. „Ef það er misræmi, skráum það,“ sagði hún um svikabrigsl forsetans. Marco Rubio, annar repúblikani sem Trump lagði að velli í forvalinu 2016, hefur hafnað því að það séu kosningasvik að telja öll atkvæði. Hann reyndi að vera diplómatískur á Twitter í gær þegar hann sagði að Trump og framboð hans ættu fullan rétt á að leita réttar síns fyrir dómstólum teldi það á sig hallað. If a candidate believes a state is violating election laws they have a right to challenge it in court & produce evidence in support of their claims. https://t.co/knsFLLBPke— Marco Rubio (@marcorubio) November 6, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“