Íslenski boltinn

Ólafur hættur hjá Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Jóhannesson stoppaði stutt við hjá Stjörnunni.
Ólafur Jóhannesson stoppaði stutt við hjá Stjörnunni. vísir/hulda margrét

Ólafur Jóhannesson er hættur sem þjálfari Stjörnunnar eftir aðeins eitt tímabil í Garðabænum.

Eftir fimm ár hjá Val var Ólafur ráðinn þjálfari Stjörnunnar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar síðasta haust. Undir þeirra stjórn enduðu Stjörnumenn í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla í sumar.

Í fréttatilkynningu frá Stjörnunni kemur fram að Ólafur láti af störfum að eigin ósk.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Óla fyrir samstarfið, ég lærði mikið af honum þennan tíma enda maðurinn hokinn af reynslu. Ég naut tímans þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem sl tímabil var og það var umfram allt fagmennska sem einkenndi hans vinnubrögð, ásamt skemmtilegu andrúmslofti. Ég óska honum góðs gengis og hlakka til að sjá hann á vellinum,“ segir Rúnar Páll í fréttatilkynningunni.

Óli Jó kveður Stjarnan og Ólafur Jóhannesson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur hætti þjálfun liðsins. Ólafur sem...

Posted by Stjarnan FC on Friday, November 6, 2020

Ólafur er einn reynslumesti og sigursælasti þjálfari landsins. Hann hefur fimm sinnum gert lið að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum. Þá var hann þjálfari karlalandsliðsins á árunum 2007-11.

Rúnar Páll hefur stýrt Stjörnunni frá 2013. Undir hans stjórn urðu Garðbæingar Íslandsmeistarar 2014 og bikarmeistarar 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×