Telja líklegt að Trump bjóði sig fram 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt elsta syni sínum, Donald Trump Jr. Feðgarnir hafa báðir verið orðaðir við forsetaframboð árið 2024, sá eldri að því gefnu að hann tapi kosningunum nú. Vísir/getty Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41
Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30