Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Alex Már Jóhannsson er þolandi stuðningsfulltrúans. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. vísir/sigurjón Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira