Stærsta lýðheilsumálið - allt íþróttastarf undir Sólveig Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun