Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2020 19:37 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06