Harka færist í leikinn - Trump krefst endurtalningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:28 Meirihluti póstatkvæðanna hefur fallið Biden í skaut, sem var fyrirsjáanlegt og ástæða þess að Trump hefur löngum kallað umrædd atkvæði svindl. epa/CJ Gunther Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira