Biden leiðir í ríkjum sem samtals myndu tryggja 270 kjörmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2020 14:49 Joe Biden var sigurviss í morgun þegar þessi mynd var tekin. AP/Paul Sancya Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37 Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27 Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37
Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27
Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent