Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 19:09 Guðmundur efast um að HM í Egyptalandi fari fram í janúar. Jan Christensen/FrontzoneSport/Getty Images) Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira