Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 19:09 Guðmundur efast um að HM í Egyptalandi fari fram í janúar. Jan Christensen/FrontzoneSport/Getty Images) Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira