Vaktin: Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna Ritstjórn skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna. Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira