Íþróttir barna eru mikilvægasta lýðheilsumálið Ingvar Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 14:00 Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun