Hurð spennt upp og öllu stolið af skrifstofu Útvarps 101 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 14:11 Útvarp 101 fagnar tveggja ára afmæli þessa dagana. Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“ Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“
Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira